Erlent

Sextán ára grunaður um morð

Eftirmálar óeirðanna
Eftirmálar óeirðanna MYND/AFP
Lögreglan í Bretlandi hefur ákært sextán ára dreng fyrir morð sem átti sér stað í óeirðunum í London. Hann er ákærður fyrir að drepa 68 ára mann sem fannst liggjandi í götunni með mikla höfuðáverka þann 8. ágúst. Strákurinn er svo ungur að óheimilt er að nafngreina hann. Hann átti að mæta fyrir dómara í dag, en móðir hans hefur verið ákærð fyrir að tefja rannsókn málsins.

 

Í óeirðunum sem skuku enskar borgir í síðustu viku dóu fimm manns. Ákærur hafa þegar verið gefnar út vegna einhverra dauðsfallanna. Í heildina hafa um 3000 manns verið handteknir og fjöldinn allur yfirheyrður. Dómsalir hafa staðið opnir allan sólarhringinn til að afgreiða þessa flóðbylgju mótmælenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×