Erlent

Assad herðir atlöguna gegn uppreisnarmönnum

Bashar Assad, forseti Sýrlands.
Bashar Assad, forseti Sýrlands.
Forseti Sýrlands, Bashar Assad, hefur uppá síðkastið hert vígbúnað sinn til muna. Það er tilraun til að kæfa uppreisnina sem þar geisar.  Ástæðan er að nú stendur yfir hinn heilagi mánuður múslima, Ramadan. Yfirvöld ætla sér að bæla niður uppreisnarmenn svo halda megin Ramadan heilagan þar í landi.

Nú í morgun braust út skotbardagi í hafnarborginni Latakia. Bardaginn er í raun framhald árásar sem hefur staðið yfir síðustu fjóra daga. Árásin hófst með því að skotið var yfir borgina af bátum sem sigldu með ströndinni. Í kjölfarið fylgdi fótgöngulið.

Síðustu fjóra daga hefur yfir fimm þúsund manns verið stökkt á flótta og 35 hafa týnt lífinu.

Ramadan er sem áður segir heilagasti mánuður múslima. Meðan hann stendur yfir fasta múslimar, borða hvorki né drekka. Ramadan er hugsaður til að kenna múslimum þolinmæði, auðmýkt og þroska anda þeirra. Í nafni alls þessa eru skotárásin réttlætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×