Erlent

Gríðarleg flóð í Noregi

Gríðarleg flóð brustu á í suðurhluta Noregs í morgun eftir miklar rigningar og leysingar á stórum svæðum. Verst hefur ástandið verið í Syðri-Þrændalögum og hefur fjöldi fólks neyðst til þess að yfirgefa heimili sín og sumarhús. Loka þurfti hraðbraut nálægt Strandlykka eftir að aurskriða féll á veginn í gær en skriðan fór einnig yfir lestarteina sem tengja Þrándheim og Osló.

Búist er við að samgöngur lamist af þessum sökum fram á morgundaginn hið minnsta.

Björgunarsveitir björguðu í morgun hópi fólks sem hafði orðið innlyksa í bænum Alen. Notast var við krana og björgunarþyrlu. Ennn sem komið er hafa engar fregnir borist af manntjóni í flóðunum en eignatjón er hinsvegar mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×