Erlent

Scud eldflaug skotið á uppreisnarmenn í Líbíu

Hersveitir hliðhollar Muammar Gaddafi leiðtoga Líbíu hafa skotið Scud eldflaug á uppreisnarmenn í fyrsta sinn í átökunum sem geisað hafa í landinu undanfarna sex mánuði.

Eldflauginni var skotið frá hafnarborginni Sirte í átt að olíubænum Brega en skotið geigaði og skall flaugin niður í eyðimörkinni fyrir utan Brega án þess að valda tjóni.

Scud eldflaugar komust í sviðsljós heimsfréttanna í fyrra Írakstríðinu árið 1990 þegar Saddam Hussein þáverandi einræðisherra Íraks tók að skjóta þeim í gríð og erg á skotmörk í Ísrael. Þessar eldflaugar voru upphaflega þróaðar og smíðaðar í Sovétríkjunum sálugu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×