Erlent

Áfram spáð úrhelli í Danmörku

Ekkert lát er á úrkomunni í Danmörku og nú spáir veðurstofa lands því að von sé á nýju úrhelli í landinu undir lok þessarar viku. Mikið úrhelli í fyrrinótt olli því að samgöngur fóru víða úr skorðum á Sjálandi og á Fjóni.

Samhliða þessu birta danskir fjölmiðlar í morgun fréttir af því að tjónið vegna vatnsskaðans sem varð í Kaupmannahöfn í upphafi síðasta mánaðar sé tvöfalt meira en áður var talið. Tryggingarfélög höfðu áætlað að tjón þeirra næmi um 1,3 milljörðum danskra kr. eða um 29 milljarðar kr. Nýir útreikningar sýna hinsvegar að tjónið verður sennilega yfir tvöfalt meira þegar upp er staðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×