Erlent

Kynlíf eykst í takti við aukið jafnrétti kynjanna

Í löndum þar sem jafnrétti meðal kynjanna er mest stundar fólk meira kynlíf en í þeim löndum þar sem jafnréttið er minna.

Þetta eru niðurstöður umfangsmiklar rannsóknar sem unnin var af sálfræðingi við Florida State háskólann í Tallahassee. Rannsóknin náði til yfir 300.000 einstaklinga í 37 löndum en niðurstöðurnar hafa verið birtar í The Journal of Social Psychology.

Roy Baumeister sem stjórnaði rannsókninni segir að kynþokki kvenna hafi verðgildi öfugt við kynþokka karla. Karlar vilja einfaldlega skipta á efnisgæðum fyrir kynlíf við konur en þessu sé ekki öfugt farið. Konur geta notað kynlífi til að fá hluti eins og eftirtekt, frama í starfi eða peninga í formi vændis. Hinsvegar eru karlar ætíð meir á höttunum eftir kynlíf en konur. Þetta leiðir til þess að tilfallandi kynlíf er mun meira í löndum þar sem jafnrétti ríkir en þar sem konur eiga á brattan að sækja í þeim málum.

Í ljós þessara niðurstaðna er athyglisvert að það land sem trónir efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna í heiminum er Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×