Erlent

Árásir í Írak gætu haft áhrif á veru bandaríska hersins í landinu

Mynd/AFP
Samstilltar spreningar í Írak hafa orðið að minnsta kosti 74 manns að bana og sært 250 manns. Árásin gæti haft áhrif á brottför bandaríska hersins úr landinu.

Spreningarnar áttu sér stað í þrettán borgum víðsvegar um landið, flestar á svæðum sjía múslima. Hópur súnní-öfgamanna hefur verið tengdur við árásina, en flestir þeirra sem féllu í árásunum voru í öryggissveitum sjía.

Talið er að í mörgum tilfellum hafi verið um sjálfsmorðsárás að ræða, en eftir því sem fram kemur á vef The Guardian myndi staðfesting á þeim grun grafa undan yfirlýsingum bandaríska og írakska hersins um hnignun al-Qaida og írakskra hópa undir þeirra stjórn.

Stefnt var á að bandaríski herinn yfirgæfi Írak í desember næstkomandi, en herinn hugleiðir nú þann valkost að óákveðinn fjöldi hermanna verði eftir í landinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×