Erlent

Talin látin eftir fall í Niagara fossana

Niagara fossarnir eru kraftmestu fossarnir í Norður-Ameríku.
Niagara fossarnir eru kraftmestu fossarnir í Norður-Ameríku. Mynd/AFP
Nítján ára gömul japönsk stúlka féll í nótt í hina heimsfrægu Niagara fossa, sem standa á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Leit að líki stúlkunnar hefur ekki enn borið árangur, en hún er nú talin látin.



Stúlkan, sem var í námi í Kanada, var að heimsækja fossana ásamt vinkonu sinni. Hún hafði klifrað upp á grindverk við fossana og sat þar á stólpa með fæturnar krækta utan um handriðið. Stúlkan stóð seinna upp, en varð þá fótaskortur og féll fram af brúninni og í fossana.

Upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu staðfesta að um slys hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×