Erlent

Úrhelli truflar aftur samgöngur í Danmörku

Verulegar truflanir hafa verið á samgöngum víða á Sjálandi og Fjóni í Danmörku í morgun eftir að mikið úrhelli gekk þar yfir í gærkvöldi og nótt.

Ástandið er einna verst í Kaupmannahöfn en þar hefur slökkvilið borgarinnar ásamt lögreglu og vegagerðarmönnum unnið við það að dæla vatni af götum borgarinnar en margar þeirra eru lokaðar vegna vatnsflaumsins. Talið er að allt að 60 millimetrar af úrkomu hafi fallið á sumum stöðum.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum er búist við að umferð um götur Kaupmannahafnar verði komin í eðilegt horf á næstu klukkutímum.

Fyrr í sumar varð gífurlegt tjón, m.a. í Kaupmannahöfn,  vegna eins mesta úrhellis í manna minnum í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×