Erlent

Dregur sig úr kapphlaupinu

Tim Pawlenty
Tim Pawlenty mynd/afp
Tim Pawlenty,fyrrverandi ríkisstjóri í Minnessota, sem þótti framan af einn sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningum bandaríska repúblikanaflokksins, hefur dregið sig úr kapphlaupinu.

Pawlenty tilkynnti stuðningsmönnum sínum þetta fyrr í dag. Hann tók þess ákvörðun eftir að skoðanakönnun sem gerð var í Iowa sýndi hann aðeins í þriðja sæti af þeim frambjóðendum sem gefa kost á sér í forsetakosningunum á næsta ári.

Fréttaskýrendur segja að barátttan standi nú á milli Michelle Bachmann, sem er vinsæl á meðal stuðningsmanna tepokahreyfingarinnar, Rick Perry sem er vinsæll ríkisstjóri í Texas og Mitt Romney sem þykir hófsamastur af þremenningum en er jafnframt enn sem komið er, með minnsta fylgið af þessum þremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×