Erlent

Óttast að sænskri konu hafi verið rænt - lýst eftir henni um allan heim

Jenny Persson
Jenny Persson
Þrítug sænsk kona, Jenny Persson, hefur verið týnd frá 1. ágúst síðastliðnum. Óttast er að henni hafi verið rænt.

Sænska lögreglan hefur fengið einhverjar ábendingar vegna hvarfsins en engin hefur borið árangur. "Við getum ekki staðfest að glæpur hafi verið framinn en við finnum enga náttúrulega skýringu," sagði lögreglumaður í gær.

Person hafði sagst vera á leið í vinnuna daginn sem hún hvarf, en eftir hvarfið kom í ljós að hún hafði ekki unnið þar undanfarið ár. Lögregla hefur nú lýst eftir henni um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×