Erlent

Læknamóttaka fyrir þá sem dvelja ólöglega í Danmörku

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn
Læknafélagið, Rauði krossinn og Flóttamannahjálpin í Danmörku opna innan skamms læknamóttöku fyrir útlendinga sem dvelja ólöglega í landinu.

Yfirborgarstjórinn í Kaupmannahöfn, Frank Jensen, hefur lagt blessun sína yfir læknamóttökuna. "Um götur Kaupmannahafnar gengur fólk með sjúkdóma sem það hefur ekki fengið meðferð við, eins og sykursýki, hjartakvilla, berkla og lungnabólgu. Slíkt gengur ekki," segir borgarstjórinn. Lise-Lott Blixt, talsmaður Þjóðarflokksins í heilbrigðismálum, hvetur lögregluna til að handtaka þá sem koma á læknamóttökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×