Erlent

531 tonn af hjálpargögnum til Afríku

Frá Sómalíu
Frá Sómalíu
Það sem af er mánuði hefur UNICEF sent 531 tonn af hjálpargögnum til þurrkasvæðanna í Austur-Afríku. Um er að ræða matvæli eins og hnetumauk og orkustangir, en einnig lyf, bóluefni, vatnshreinsibúnað og tjöld svo eitthvað sé nefnt.

Í síðasta mánuði voru 1.300 tonn flutt til Sómalíu, auk þess hafa gögn verið flutt til annarra landa á svæðinu. UNICEF þarf á stuðningi almennings að halda enda er áætlað að útvega 5.000 tonn til viðbótar næsta hálfa árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×