Erlent

Júlía enn í varðhaldi

Júlía Tímosjenko
Júlía Tímosjenko mynd/afp
Júlía Tímosjenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, situr enn í varðhaldi eftir að dómstóll hafnaði beiðni hennar um að verða látin laus.

Hún er ákærð fyrir brot í embætti, en segir réttarhöldin vera af pólitískum hvötum. Því hafi hún virt dómara að vettugi í síðustu viku og hlaut fyrir það fangavist.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu hafa fordæmt málaflutninginn gegn Tímosjenko, sem var meðal forvígismanna appelsínugulu byltingarinnar sem ýtti Viktori Janúkovits, núverandi forseta, frá völdum árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×