Erlent

50 ár frá byggingu Berlínarmúrsins

Berlínarmúrinn
Berlínarmúrinn
Í dag eru 50 ár liðinn frá því hafist var handa að byggja Berlínarmúrinn. Múrinn skipti Berlín í tvennt, splundraði fjölskyldum og varð ein af táknmyndum Kalda stríðsins, tvískiptingar austur og vesturs. Þjóðverjar líta til baka í dag.

Nú stendur yfir minningarathöfn við Berlínarmúrinn þar sem Angela Merkel, kanslari og Christian Wulf, forseti Þýskalands, halda ávörp. Wulf minntist í ræðu sinni á alla þá sem drepnir voru eða létu lífið þegar þeir reyndu að flýja yfir múrinn og sagði Þjóðverja geta verið stoltir af því að múrinn hefði fallið. Frelsið hefði sigrað.

Að minnsta kosti 136 voru drepnir við að reyna að komast yfir múrinn milli 1961 og 1989.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×