Erlent

531 tonn af hjálpargögnum send til Austur-Afríku

UNICEF hefur sent 531 tonn af hjálpargögnum til neyðarsvæðanna í Austur-Afríku. Í Sómalíu er ástandið skelfilegt og er talið að 29 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi látist af hungri og sjúkdómum.

Samtals er talið að yfir ellefu milljónir manna í Austur-Afríku séu matarþurfi. Bara í Sómalíu gætu milljónir dáið úr hungri og þeir sem þjást mest eru börnin. Í Vesturlöndum safnar nú fólk pening fyrir matargjöfum en í tilkynningu frá Unicef kemur fram að 531 tonn af hjálpargögnum hafi verið send í ágústmánuði.

Það er þó ekki bara þörf fyrir mat. Þeir sem þjást af matarskorti eru viðkvæmari fyrir sjúkdómum en aðrir. Alls kyns pestir blossa nú upp í Sómalíu og því hefur fjöldi lækna ákveðið að gefa vinnu sína og sett upp heilsugæslustöðvar í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.

Átök herskárra hópa í Sómalíu hafa gert hjálparstarf erfitt. Hjálpargögn, sem fólk á Evrópu gefur af góðum hug, hafa ekki alltaf komist leiðar sinnar og þess vegna liggur nú straumur flóttamanna frá Sómalíu til Keníu og Eþíópíu, þar sem flóttamannabúðir eru nú yfirfullar af hungruðu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×