Erlent

Telur að sterkeindahraðalinn í Sviss muni gagnast mannkyninu

Þó að sterkeindahraðallinn í Sviss beri ekki bera ávöxt í nánustu framtíð mun hann svo sannarlega gera það á endanum, segir ítalskur eðlisfræðingur sem er staddur hér á landi. Óttinn við að hraðallinn geti myndað svarthol hefur alið af sér marga nýja vísindaáhugamenn.

Hinn virti eðlisfræðingur Gian Giudice er staddur á Íslandi að kynna fyrstu mæliniðurstöður sem fengist hafa með stærsta hraðali heims, sem er ætlað veita upplýsingar um allra smæstu efni náttúrunnar.

„Nú erum við að koma inn á stig nýrra uppgötvana. Fyrsta öreindin sem verið er að leita að er Higgs-bóseindin. Fram að þessu hefur bóseindin ekki sést en það var hægt að útiloka viss efnissvið þar sem hún er ekki. Svo við vitum hvar hún er ekki. En við erum að afmarka það rúm þar sem hún gæti verið." segir Giudice, sem telur verkefnið án efa eiga eftir að gagnast mannkyninu þó enn sé ekki vitað hvernig.

„Þannig virka hreinar rannsóknir. Maður verður að kanna og sjá svo. Ég styð hreinar rannsóknir því ég tel mjög mikilvægt að samfélagið fjárfesti í hreinum rannsóknum því það er langtímafjárfesting, afraksturinn kemur ekki strax í ljós, en það er alltaf afrakstur, eins og við höfum séð."

Margir hafa óttast það að hraðallinn gæti leitt til heimsenda, en Giudice segir enga ástæðu til að óttast slíkt, að minnsta kosti ekki af þeirra hálfu. Þeir sem standi á bak við rannsóknina hafi þó haft hag af þessum ótta að vissu leyti.

„Ég verð að segja að allar þessar sögur um svartholið hafa verið góð auglýsing fyrir hraðalinn og margir hafa fengið áhuga á vísindum vegna þessara sagna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×