Erlent

Meintur morðingi Bowes handtekinn

Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á Richard Mannington Bowes. Ráðist var á Bowes þegar hann í miðjum óeirðunum í London á mánudag reyndi að slökkva eld í ruslagámi. Hann var barinn til óbóta og hlaut alvarlega höfuðáverka sem drógu hann til dauða í nótt.

Lögreglan biðlaði til almennings og sendi út tvær myndir af hinum grunaða. Þær aðgerðir virðast nú hafa borið árangur.


Tengdar fréttir

Lést í nótt af höfuðáverkum eftir árás í London

Sextíu og átta ára gamall karlmaður lést á sjúkrahúsi í London í nótt en hann varð fyrir árás ræningja í uppþotunum á mánudag í hverfinu Ealing. Maðurinn, Richard Mannington Bowes, var að reyna að slökkva eld í ruslatunnu þegar ráðist var á hann og honum veittir höfuðáverkar sem nú hafa dregið hann til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×