Erlent

Írskt glæpagengi stelur nashyrningshornum fyrir Asíubúa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nashyrningskvíga ásamt afkvæmi sínu. Mynd/ AFP.
Nashyrningskvíga ásamt afkvæmi sínu. Mynd/ AFP.
Írskt glæpagengi fer nú rænandi og ruplandi um alla Evrópu. Ribbaldarnir hafa með sér verðmæt horn nashyrninga hvaðan sem þeir koma.

Þetta hefur Ritzau fréttastofan í það minnsta eftir belgísku fréttastofunni Belga. Þremur nashyrningshornum hefur verið rænt þar í landi á innan við mánuði. Hornunum er jafnan stolið úr náttúruminjasöfnum. Þau eru síðan seld fyrir þúsundir evra á svörtum markaði.

Lögreglumenn á vegum Europol telja að írskt glæpagengi beri ábyrgðina á þessum glæpaverkum. Gengið hafi einnig stolið úr dýragörðum, uppboðshúsum og úr einkasöfnum víða í Evrópu. Síðast var stolið úr Afríkusafninu í belgíska bænum Namur. Þaðan var uppstopað höfuð af hvítum nashyrningi tekið.

Sú saga fer fjöllunum hærra í Asíu að duft úr nashyrningshorni geti læknað krabbamein. Talið er að það geti hafa aukið verðmæti hornanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×