Erlent

Sænska lögreglan rýmdi líbíska sendiráðið

Óli Tynes skrifar
Sænskir lögreglumenn ráðast til inngöngu í sendiráð Líbíu.
Sænskir lögreglumenn ráðast til inngöngu í sendiráð Líbíu.
Þungvopnaðir sænskir lögreglumenn réðust í dag til inngöngu í sendiráð Líbíu í Stokkhólmi, sem sjö líbískir flóttamenn höfðu lagt undir sig. Enginn starfsmaður var í sendiráðinu.

 

Í samningaviðræðum við lögregluna hafði fólkið bæði hótað að fremja sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga og að kveikja í húsinu. Lögreglumennirnir yfirbuguðu það hinsvegar snarlega og engu skoti var hleypt af. Danska blaðið Politiken segir að þetta verði til þess að umsóknum fóksins um hæli í Svíþjóð verði hafnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×