Erlent

Enga kossa takk -við erum Þjóðverjar

Óli Tynes skrifar
Abbababb Angela, ekkert svona.
Abbababb Angela, ekkert svona.
Siðareglusamtök í Þýskalandi hafa lagt til að fólki verði bannað heilsast með kossi á vinnustöðum. Knigge samtökin segja að mörgum Þjóðverjum finnist slíkar kveðjur óþægilegar. Formaður samtakanna Hans-Michael Klein segir að þau hafi fengið marga tölvupósta um þessi kveðjumáti væri að færast í vöxt.

 

Samtökin hafi því gert skoðanakönnun og niðurstaðan verið sú að Þjóðverjum þyki þetta yfirleitt óþægilegt. Þetta sé óþarfa innflutningur á siðum frá Frakklandi og Ítalíu. Hans-Michael Klein segist gera sér grein fyrir að ekki sé hægt að banna fólki að kyssast. Ein lausn á vandanum væri að fólk hefði á skrifborði sínu lítinn miða sem segði til um hvort kossar væru velkomnir.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×