Erlent

Búið að yfirbuga byssumanninn - tók fólk í gíslingu

Eistneskir lögreglumenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eistneskir lögreglumenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/AFP
Lögreglan í Eistlandi hefur yfirbugað byssumann sem réðst inni í varnarmálaráðuneyti Eistlands í Tallinn síðdegis á staðartíma í dag. Ekki er vitað hvort einhver hafi særst í árásinni en skothvellir og sprengingar heyrðu frá byggingunni. Eistneskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi tekið starfsfólk í gíslingu.

Maðurinn réðst inn í ráðuneytið um klukkan 12:30 á íslenskum tíma. Fjöldi sjúkra- og lögreglubíla eru fyrir utan ráðuneytið og er viðbúnaðurinn mikill. Á þessu stigi er ekki vitað hversu alvarleg árásin var. Mart Laar, varnarmálaráðherra landsins, var ekki í byggingunni þegar maðurinn réðst þar inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×