Erlent

Forsætisráðherra Japan ætlar að segja af sér

Jarðskjálftinn og flóðbylgjan sem kom á eftir lagði stóra hluta landsins í rúst og því er gríðarleg uppbygging framundan.
Jarðskjálftinn og flóðbylgjan sem kom á eftir lagði stóra hluta landsins í rúst og því er gríðarleg uppbygging framundan. MYND/AP
Japanski forsætisráðherrann Naoto Kan sagðist í gær ætla að segja af sér um leið og ný frumvörp sem tengjast uppbyggingu eftir jarðskjálftann í mars fara í gegnum þingið. Búist er við því að Kan hverfi á braut í lok mánaðarins. Forsætisráðherrann hefur verið undir miklum þrýstingi og hafa vinsældir hans hríðfallið síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×