Erlent

Norður-Kóreumenn segjast hafa verið að byggja hús

Kim Jong Il er leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong Il er leiðtogi Norður-Kóreu.
Norður-Kóreumenn vísa því á bug að hafa skotið á nágranna sína í suðri eins og greint var frá í gær. Þeir segja að Suður-kóreskir hermenn hafi haldið að sprengingar frá byggingarsvæði nálægt landamærunum hafi verið hávaði frá stórskotaliði.

Suður_Kóreumenn sögðust í gær hafa skotið viðvörunarskotum eftir að Norðanmenn höfðu skotið úr sprengjuvörpum sínum. Í nóvember síðastliðnum létust fjórir þegar norður kóreskar sprengjur lentu á bæ sunnan landamæranna og því hafa sunnanmenn verið á varðbergi undanfarna mánuði.


Tengdar fréttir

Skotið við landamæri Norður- og Suður Kóreu

Suður kóreski herinn skaut í dag viðvörunarskotum eftir að fallbyssuskot frá Norður Kóreumönnum hafnaði skammt frá landamærunum, en hermenn sunnan við landamærin segjast hafa heyrt í þremur fallbyssuskotum og séð eitt þeirra falla nálægt landamæralínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×