Erlent

Hlutabréfaverð hrynur líka í Bandaríkjunum

Mynd/AFP
Bandarískar hlutabréfavísitölur lækkuðu mikið í dag líkt og þeir evrópsku.

Dow Jones lækkaði um 4,64 prósent í dag eða 520 stig og stendur nú í 10.719,5 stigum. S&P 500 vísitalan lækkaði um 4,42 prósent og Nasdaq um 4,09 prósent.

Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentstigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf.

Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa fjármálamarkaði sem voru í vænum grænum tölum við opnun í Evrópu í morgun. Undir lok dags var hins vegar allt annað uppi á teningnum og dagurinn blóðrauður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×