Erlent

Yfir ellefu hundruð handteknir

Forsætisráðherra Bretlands segir allt verða gert til að hefta óeirðirnar í landinu. Litið verði framhjá persónuverndarlögum og myndir úr eftirlitsmyndavélum gerðar opinberar til að koma óeirðarseggjum bak við lás og slá. Óeirðirnar, sem hófust í Tottenham á laugardag, hafa breiðst út til fleiri borga.

Óeirðirnar hafa nú staðið yfir í fjóra daga svífast óeirðaseggirnir einskis, brjótast inn í verslanir, kveikja í byggingum og henda öllu lauslegu í lögreglu og vegfarendur. Þrír létust í Birmingham í nótt þegar bifreið var ekið á hóp fólks á ofsahraða en óeirðaseggir eru taldir bera ábyrgð á drápunum.

Sá sem drap hann ók bíl inn í hópinn og myrti þrjá saklausa borgara. Hvers vegna? Hver var tilgangurinn? Ég skil það ekki," segir Tariq Jahan, faðir eins fórnarlambsins.

Svo virðist sem lögregla sé að ná tökum á ástandinu í Lundúnaborg þar sem 16 þúsund lögreglumenn standa vaktina. Lundúnabúar hafa þó enn varann á.

Ekki hefur gengið jafn vel í öðrum borgum og boðaði forsætisráðherra landsins í dag hertar aðgerðir.

„Lögreglan fær allt það sem hún þarfnast. Lögreglan fær allan þann lagalega stuðning sem hún þarf til að beita þeim úrræðum sem hún telur nauðsynleg. Við gerum það sem nauðsynlegt er til að koma aftur á lögum og reglu á götum borga okkar," sagði David Cameron, forsætisráðherra Breltands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×