Erlent

Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurströnd Bandaríkjanna

Jarðskjálfti upp á 5.8 á richter reið yfir á Austurströnd Bandaríkjanna og fannst hann meðal annars í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. Talið er að hann hafi átt upptök sín í Virginíu.

Farsímaþjónusta hefur farið úr skorðum samkvæmt Fox News. Samkvæmt CNN fundu íbúar New York einnig fyrir skjálftanum sem og íbúar Norður-Karólínu. Búið er að rýma fjöldann allan af opinberum byggingum vegna skjálftans. Meðal annars Pentagon byggingin og JFK flugvellinum í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×