Erlent

Hluti af heila fjarlægður

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Mynd/AFP
Breskur maður krefst skaðabóta vegna þess að hluti af heila hans var fjarlægður fyrir mistök í skurðaðgerð. Maðurinn, John Tunney að nafni, hefur og farið fram á að gerð verði rannsókn vegna mistakanna.

Maðurinn gekkst undir aðgerð árið 2008 til að láta fjarlægja æxli í heila sínum. Fyrir mistök skar skurðlæknirinn burt heilbrigða vefi. Síðar kom svo í ljós að skurðaðgerðin öll hefði verið óþörf, enda var æxlið góðkynja. „Það gerir þetta allt saman blátt áfram pirrandi," segir Tunney.

Spítalinn hefur þegar gengist við ábyrgð vegna mistakanna og beðið Tunney afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×