Erlent

Amy dó ekki úr ofneyslu eiturlyfja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Amy lést í síðasta mánuði. Mynd/ AFP.
Amy lést í síðasta mánuði. Mynd/ AFP.
Ofneysla eiturlyfja var ekki það sem olli andláti Amy Winehouse. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskylda Winehouse sendi fjölmiðlum í dag.

Fjölskyldan viðurkennir að Winehouse hafi verið háð eiturlyfjum á meðan hún lifði. Hins vegar hafi ekki fundist nein merki um ólögleg efni í líkama hennar þegar hún lést. Aftur á móti eru vísbendingar um að áfengi hafi verið í blóði hennar þegar hún lést. Ekki er þó vitað hvort áfengið hafi valdið dauða hennar, segir AP fréttastofan.

Amy fannst látin á heimili sínu þann 23. júlí síðastliðinn. Krufning sem var gerð strax eftir andlátið hefur ekki varpað ljósi á ástæður andlátsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×