Erlent

Kína vill engin afskipti af Sýrlandi

Kínverjar vilja ekki utanaðkomandi þrýsting í Sýrlandi.
Kínverjar vilja ekki utanaðkomandi þrýsting í Sýrlandi. Mynd/AFP
Kínverjar eru óánægðir með hinn alþjóðlega þrýsting sem hlaðist hefur á forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Síðustu daga hafa þjóðhöfðingjar hinna ýmsu landa krafist þess að Assad láti af völdum í Sýrlandi.

„Framtíð Sýrlands á að vera ákveðin af Sýrlendingum sjálfum," sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína í yfirlýsingu í dag. Hann hvatti þó til þess að báðir aðilar myndu láta af ofbeldi í landinu.

Kínverjar hafa tekið virkan þátt í atburðum síðustu vikna í Líbíu. Þeir hafa hins vegar nokkrum sinnum beðið alþjóðasamfélagið að skipta sér ekki af Sýrlandi og varast sjálfir að flækjast ekki í atburðarásina.


Tengdar fréttir

Ríki ESB taka undir

Forsætisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands taka undir kröfu Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að Bashar al-Assad segi af sér.

Rússland styður ekki kröfu um afsögn

Rússar taka ekki undir kröfu vestrænna ríkja um að Sýrlandsforseti, Bashar al-Assad, leggi niður völd. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir nauðsynlegt að gefa Assad lengri tíma til að vinna að umbótum í landinu.

Obama krefst afsagnar Assad

Bandaríkjaforseti kallar í dag opinberlega eftir því að Sýrlandsforseti, Bashar al-Assad, leggi niður völd. Þá hefur Obama einnig hótað auknum refsiaðgerðum sem ku vera mun harkalegri en hinar fyrri, verði Assad ekki við ósk Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×