Erlent

Fresta fundi með lánveitendum

Fjármálaráðherra Kambódíu, Keat Chhon, tilkynnir í bréfi að mikilvægum fundi verið frestað.
Fjármálaráðherra Kambódíu, Keat Chhon, tilkynnir í bréfi að mikilvægum fundi verið frestað. Mynd/AFP
Yfirvöld í Kambódíu hafa frestað mikilvægum fundi með erlendum lánveitendum um óákveðinn tíma. Þetta var tilkynnt miðvikudaginn síðasta í kjölfar þess að Alþjóðabankinn stöðvaði lán til ríkisstjórnarinnar.

Í bréfi fjármálaráðherra Kambódíu til Alþjóðabankans segir að fundinum hafi verið aflýst í bili vegna fjármagnsvandræða heimsins og þá sérstaklega vandræða kröfuhafaríkjanna. Það var ekki útskýrt frekar.

Alþjóðabankinn lokaði á lánveitingar til Kambódíu þar sem ríkisstjórn landsins tókst ekki að koma í veg fyrir þvingaða fólksflutninga. Þvingaðir fólksflutningar eru mikið vandamál í Kambódíu, allt að 30.000 manns eru hraktir af heimilum sínum árlega til að skapa rými fyrir erlenda fjármagnseigendur og viðskiptamenn.

Á síðasta ári eyddi alþjóðasamfélagið 1,1 milljarði bandaríkjadala (tæpum 125 milljarðar króna) í hjálparstarf í landinu. Nú hefur Alþjóðabankinn stöðvað sínar lánveitingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×