Erlent

Írena stækkar stöðugt

Frá Púertó Ríkó
Frá Púertó Ríkó
Fellibylurinn Írena fór ekki yfir Dómíníska lýðveldið og Haítí í gærkvöldi og nótt, eins og spáð hafði verið. Hún var um hundrað kílómetrum frá löndunum tveimur og olli því litlu tjóni.

Írena hefur nú náð styrkleika númer tvö og spá veðurfræðingar að fellibylurinn nái styrkleika þrjú síðar í dag.

Í lok vikunnar verði fellibylurinn kominn í styrkleika númer fjögur en styrkleiki fimm er hæsta stig fellibylja. Írena stefnir nú í vestur - í átt að Flórídaskaga og Suður Karólínu og hvetja veðurfræðingar íbúa á svæðinu til að byrgja sig vel upp og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir ef fellibylurinn fer yfir svæðið í lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×