Erlent

Málið gegn Strauss-Kahn fellt niður

Ákærur á hendur Dominique Strauss-Kahn hafa verið felldar niður og er honum því frjálst að yfirgefa Bandaríkin. Strauss-Kahn var, eins og kunnugt er, ákærður fyrir að ráðast á og beita Nafissatou Diallo, kynferðislegu ofbeldi þar sem hún starfaði sem hótelþerna á hóteli sem Strauss-Kahn gisti á í maí síðastliðnum.

Fram kemur í fréttum erlendra vefmiðla að framburður Diallo hafi verið óstöðugur auk þess sem því var haldið fram að hún hefði starfað sem vændiskona.

Mótmælendur stóðu fyrir utan dómshúsið í New York þar sem ákveðið var að fella niður ákærurnar og kröfðust afsagnar saksóknarans sem sótti málið gegn Strauss-kahn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×