Erlent

Mannfall í Suður-Súdan

Kýr eru ástæða sífelldra óeirða í Suður-Súdan.
Kýr eru ástæða sífelldra óeirða í Suður-Súdan.
Sameinuðu Þjóðirnar segja að minnst 600 manns hafi látist í Suður Súdan síðastliðna viku. Þetta kemur fram á vefmiðli New York Times. Mannsfallið varð þegar átök brutust fram milli tveggja þjóðflokka í austurhluta landsins.

Síðastliðinn fimmtudag réðist hárskár ættbálkur inn í þorp annarra ættbálka, brenndi hús, drap þorpsbúa og stal yfir 26.000 nautgripum. Átökin stóðu allan daginn.

Frá því í janúar og fram í júní á þessu ári dóu um 2.400 manns í Suður-Súdan í svipuðum átökum. Ástæðan er alla jafna kýr og kústuldur. Kýr eru birtingarmynd fjár og valda í landinu. Þær eru því eftirsóttar meðal ættbálka.

Suður-Súdan er yngsta land heims eftir það lýsti yfir aðskilnaði frá Súdan í júlí á þessu ári í kjölfar tveggja áratuga borgarastyrjaldar. Þrátt fyrir nýfengið sjálfstæði glímir landið enn við nautgripastuld og óeirðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×