Erlent

Sigur ekki í höfn fyrr en Gaddafí verður handsamaður

mynd/AP
Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir brotthvarf Múammars Gaddafís af valdastóli í Líbíu en stuðningsmenn hans berjast þó enn á nokkrum svæðum í höfuðborginni Trípólí.  Það sem af er degi hefur verið hart barist, sérstaklega í kring um aðsetur Gaddafís.

Enginn veit hvar leiðtoginn er niðurkominn en uppreisnarmenn hafa handsamað þrjá syni hans. Mustafa Abdul Jalil, formaður bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna, segir að endanlegum sigri verði ekki lýst yfir fyrr en Gaddafí sjálfur er kominn á bakvið lás og slá.

Talsmenn NATO segjast óttast að lokabaráttan í þessari deilu kunni að bitna á óbreyttum borgurum. NATO gerði í gær fjölmargar loftárásir á hernaðarlega mikilvæg svæði utan höfuðborgarinnar en erfitt er um vik að aðstoða uppreisnarmenn á þann hátt í borginni sjálfri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×