Sport

Byssubrandurinn Burress brjálaður út í Eli Manning

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Burress í búningi Jets.
Burress í búningi Jets.
NFL-leikmaðurinn Plaxico Burress, sem varð heimsfrægur fyrir að skjóta sjálfan sig í fótinn á næturklúbbi í New York, er enn foxillur út í þjálfara og aðalstjörnu NY Giants.  Burress fékk engan stuðning frá þeim er hann lenti í atvikinu en hann var í kjölfarið dæmdur til þess að sitja í steininum í tvö ár.

"Ég fékk engan stuðning frá Tom Coughlin þjálfara. Fyrstu viðbrögð hans voru að dæma mig. Ég meina ég fékk kúlu í fótinn. Hann sagðist bara vera feginn að ég hefði ekki drepið neinn. Það er algjör óþarfi að koma fram við mig eins og barn. Ég á börn sjálfur," sagði fyrirmyndin Burress.

"Coughlin er ekki jákvæður þjálfari. Hann er alltaf brjálaður og ég man ekki eftir því að hann hafi sagt eitthvað jákvætt við nokkurn mann."

Burress leikur ekki lengur með Giants heldur er hann í röðum nágrannaliðsins í NY Jets. Útherjinn er líka fúll út í Eli Manning, leikstjórnanda Giants.

"Ég stóð alltaf þétt við bakið á honum. Hvatti hann áfram því ég skynjaði að hann hefði ekkert sérstaklega þykkan skráp. Svo fór ég í fangelsi og bjóst við smá stuðningi frá honum. Hann var ekki til staðar. Eli kom aldrei í heimsókn þessi tvö ár sem ég var í steininum. Hann sendi mér ekki einu sinni línu. Ég hélt að okkar samband væri betra en þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×