Sport

NFL-meistararnir í Green Bay byrjuðu á flottum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Rodgers fagnar í nótt.
Aaron Rodgers fagnar í nótt. Mynd/AP
Green Bay Packers liðið vann Ofurskál ameríska fótboltans (Super Bowl) í upphafi ársins og byrjaði nýtt NFL-tímabil í nótt á góðum 42-34 heimasigri á New Orleans Saints í þessu uppgjöri NFL-meistara undanfarinna tveggja ára.

Leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti þrjár snertimarkssendingar og leiddi sitt lið til sigurs í leiknum en hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins í febrúar síðastliðnum.

Rodgers var óstöðvandi í fyrsta leikhluta þar sem hann átti allar þrjár snertimarkssendingar sínar sem skiluðu liðinu 21-7 forystu eftir fyrstu fimmtán mínútur leiksins. Packers hélt síðan velli í síðustu þremur síðustu leikhlutunum og fagnaði flottum sigri.

„Þetta var fín byrjun hjá okkur. Það er alltaf gott að koma heima og stuðningurinn var frábær," sagði Aaron Rodgers eftir leikinn.

Þetta var reyndar kvöld leikstjórnendanna því Drew Brees hjá New Orleans Saints átti einnig þrjár snertimarkssendingar og 32 heppnaðar sendingar hans skiluðu liðinu 419 metrum sem er frábær tölfræði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×