Erlent

Sjálfbær þróun aðalviðfangsefni 21. aldar

Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að sjálfbær þróun sé mikilvægasta málefnið sem heimsbyggðin þarf að takast á við á næstu árum. Hann hélt ræðu í Háskólanum í Sidney í Ástralíu í morgun þar sem hann hvatti menn til þess að grípa til aðgerðra og að sjálfbær þróun sé lykilatriði til framtíðar.

Loftslagsbreytingar og fjölgun mannkyns verði helstu vandamál næstu ára og því sé mikilvægt að bregðast skjótt við. Ban Ki Moon benti á að í næsta mánuði muni mannkynið ná sjö milljörðum, og því sé mikilvægt fyrir þjóðir heims að berjast gegn fátækt, fjölga mannsæmandi störfum og vernda plánetuna sem gefi okkur líf.

Framkvæmdastjórinn gagnrýndi einnig harðlega þá sem hafa efasemdir um áhrif loftslagsbreytinga og sagði þá einfaldlega hafa rangt fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×