Erlent

Veiddu risastóran krókódíl á Filippseyjum

Dýrið er engin smásmíði.
Dýrið er engin smásmíði. MYND/AP
Íbúar í þorpi einu á Filippseyjum slógu upp veislu um helgina eftir að risastór krókódíll sem ógnað hafði þorpinu var veiddur lifandi. Ferlíkið er rúmir sex metrar á lengd og vegur hann rúmt tonn. Dýrið er talið vera að minnsta fimmtíu ára gamalt og er þetta stærsti saltvatnskrókódíll sem vitað er um. Leitin að dýrinu tók þrjár vikur en hann er talinn hafa drepið að minnsta kosti tvo þorpsbúa á liðnum árum og fjölda vatnabuffala.

Veiðimaðurinn sem stjórnaði leitinni er þó ekki viss í sinni sök og segist hann hafa grun um að enn stærra dýr leynist á svæðinu. Þar geti verið um að ræða skaðræðisdýrið sem haldið hafi þorpinu í heljargreipum.

Dýrið sem náðist um helgina verður haft til sýnis í dýragarði í nágrenninu og þegar hefur verið haft samband við Heimsmetabók Guinness til þess að fá það skráð sem stærsta krókódíl heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×