Erlent

Er Fidel Castro látinn?

Fidel Castro dottar. Myndin var tekin á fundinum 19. apríl á þessu ári.
Fidel Castro dottar. Myndin var tekin á fundinum 19. apríl á þessu ári. Mynd/AFP
Fidel Castro hefur ekkert birtst opinberlega síðan í apríl á þessu ári. Þessi langa fjarvera hans af heimssviðinu hefur sett miklar vangaveltur af stað um hvort þessi gamli, fyrrum leiðtogi Kúbu sé enn á lífi.

Castro sást síðast á fundi Kommúnistaflokks Kúbu í apríl á þessu ári. Þá var hann heilsuveill, þurfti stuðning þegar hann gekk og virtist varla geta haldið hausnum uppi eftir hann var sestur, líkt og maður sem er við það að sofna í kennslustund.

Síðan þetta var hefur hann ekkert birst opinberlega. Hann sendi hvorki frá sér yfirlýsingu né birti mynd á sjálfan 85. afmælisdaginn sinn í ágúst síðastliðinum. Í ofanálag er hann hættur að birta skoðunarpistla sína, sem hann birti reglulega í dagblöðum Kúbu eftir að hann steig úr valdastól árið 2006 og hleypti þangað bróður sínum sem eftirmanni.

Vegna þessa hefur orðrómur endurómað um netheima og í fjölmiðlum þar ytra undanfarið um dauða Castro. Það gekk jafnvel svo langt nú fyrir stuttu að tölvuvírus með nafninu „Fidel is dead" dreyfði sér milli netfanga. Pósturinn innihélt óskýra mynd af Fidel Castro þar sem hann lá í trékistu.

Ríkisstjórn Kúbu hefur þagað um málið, eins og hún á vanda til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×