Erlent

Öflugur jarðskjálfi undan ströndum Alaska

Afar fáir búa á Aleutia eyjum og er ekki talið að íbúum stafi hætta af bylgjunni.
Afar fáir búa á Aleutia eyjum og er ekki talið að íbúum stafi hætta af bylgjunni. Mynd/Wikimedia
Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Aleutian eyjum undan strönd Alaska en jarðskjálfti, 7,1 á Richter reið þar yfir í dag. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum af völdum skjálftans. Eyjurnar eru alls um 300 talsins og mjög strjálbýlar, þar búa um það bil átta þúsund manns. Í júní síðastliðnum reið svipað stór skjálfti yfir eyjarnar án þess að valda tjóni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×