Erlent

Gaddafi: Sökkvum Líbíu í eldhaf

Mynd/AFP
Yfirlýsing frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, var lesin upp á sjónvarpsstöðinni al-Rai nú rétt í þessu. Í yfirlýsingunni lofar hann að berjast áfram. „Gerum þetta að löngum bardaga og sökkvum Líbíu í logandi eldhaf," sagði Gaddafi.

„Við munum ekki gefast upp. Við erum menn en ekki konur og munum berjast áfram," sagði Gaddafi einnig, en nú fyrr í vikunni gekk annars sona hans fram fyrir skjöldu og sagðist vilja gefast upp. Nú er ljóst að þá talaði hann ekki fyrir hönd föður síns.

Þessar yfirlýsingar berast á sama tíma og ráðamenn vestrænna ríkja, m.a. David Cameron og Nicolas Sarkozy, sitja fund í París með leiðtogum uppreisnarmanna.

Uppreisnarmenn í Líbíu hafa framlengt frest sem þeir höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafi til að leggja niður vopn. Fresturinn var upphaflega fram á næsta laugardag en hefur nú verið framlengdur um eina viku.

Uppreisnarmenn hafa lofað að tryggja öllum sem gefast upp sanngjarna meðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×