Erlent

Þarf að greiða skaðabætur fyrir lélega frammistöðu í rúminu

Leti í rúminu gæti orðið dýrkeypt seinna meir.
Leti í rúminu gæti orðið dýrkeypt seinna meir.
Fimmtíu og eins árs gamall Frakki hefur verið dæmdur til þess að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni um eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Upphæðina þarf hann að reiða fram fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi í hjónabandinu, eða inni í svefnherberginu öllu heldur. Konan sótti um skilnað og fékk fyrir tveimur árum.

Þá komst dómarinn að því að skilnaðinn mætti að öllu leyti rekja til eiginmannsins sem viðurkenndi að hafa haft lítinn áhuga á kynlífi með eiginkonunni. Hún höfðaði síðan skaðabótamál á þeim grundvelli og dómarinn í því máli féllst á að maðurinn þurfi að bæta konunni skaðann sem ástlausu árin í hjónabandinu ollu henni.

Með því að ganga í hjónaband væru menn að taka á sig ýmsar skyldur, þar á meðal þegar kæmi að samlífi hjóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×