Erlent

Ísraelar skutu flugskeyti á hryðjuverkamenn

Frá Gaza-svæðinu
Frá Gaza-svæðinu
Ísraelski herinn gerði loftárás á Gaza-svæðinu í morgun en hermt er að á meðal þeirra föllnu séu menn sem beri ábyrgð á hryðjuverkum í suðurhluta Ísrael í morgun og í dag.

Að minnsta kosti sjö eru fallnir í árásum hryðjuverkamanna sem hafa staðið yfir í dag á landamærum Egyptalands. Í morgun var ráðist  á rútu sem í voru hermenn sem voru á leið heim úr fríi. Nokkrum klukkutímum síðar var ráðist á farartæki sem voru í grennd við rútuna. Þá var flugskeyti skotið á fólksbíl en í honum fórust allir sex farþegarnir.

Talsmenn ísraelska hersins segja að palestínskir hryðjuverkamenn hafi nýtt sér lítið eftirlit á svæðinu til að skipuleggja árás á landið og þeir beri ábyrgð á hryðjuverkunum.

Ísraelski herinn svaraði svo þessum árásum í dag með því að skjóta flugskeyti á hús þar sem að minnsta kosti sex féllu. Á meðal þeirra látnu er forsvarsmaður hóps sem Ísraelar segja að hafi skipulagt hryðjuverkin í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×