Erlent

Evruhagstjórn hafi forseta

Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands í París á þriðjudaginn.
Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands í París á þriðjudaginn. Fréttablaðið/AP
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari telja nauðsynlegt að ný efnahagsstjórn evruríkjanna, sem þau vilja koma á laggirnar, hafi sérstakt forsetaembætti.

Þau skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að þau hittust í Frakklandi til að ræða lausnir á erfiðum skuldavanda evruríkjanna.

Hugmyndir þeirra hafa verið sagðar innihaldslítil sýndarmennska, því nauðsynlegt sé að efla neyðarsjóð evruríkjanna auk þess sem þau hafni hugmyndum um að gefa út sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×