Erlent

Lögregluaðgerð í Kristjaníu endaði í ofbeldi og eldsvoða

Aðgerð Kaupmannahafnarlögreglunnar gegn hasssölum í Kristjaníu endaði í töluverðu ofbeldi og eldsvoða í gærkvöldi.

Kaupmannahafnarlögreglan réðist inn í Kristjaníu um miðjan dag í gær til þess að stöðva hasssöluna sem þar er farin að blómstra að nýju. Heimsóknir sem þessar eiga sér stað á um þriggja mánaða fresti að jafnaði og fara yfirleitt fram eftir hefðbundnum línum. Hvorki Kristjáníubúar né lögreglan telja þær vera stórmál.

En í gærkvöldi fór allt úr böndunum, að því er segir í frétt í Ekstra Bladet. Eftir að lögreglan ákvað að handtaka einn hasssalan ásamt 16 ára stúlku sem stóð við hlið hans varð fjandinn laus. Grjóti ringdi yfir lögreglumennina sem svörðu fyrir sig með táragassprengjum. Einnig var kveikt í ruslagámum við Prinsessegade sem Kristjanía stendur við þannig að töluvert bál varð af.

Þegar hér var komið sögu dró lögreglan sig í hlé og beið átekta. Þá komu eldri Kristjaníubúar fram á götuna og fengu ungmennin sem kveikt höfðu í gámunum til að slökkva eldinn og slappa af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×