Erlent

Kjarnarofnar teknir úr sambandi vegna jarðskjálftans í Bandaríkjunum

Mikil skelfing greip um sig og þúsundir eru út á götum í Bandaríkjunum vegna skjálftans.
Mikil skelfing greip um sig og þúsundir eru út á götum í Bandaríkjunum vegna skjálftans. Mynd Ap
Gamalt kjarnorkuver er nærri upptökum jarðskjálftans í Richmond í Virginíu sem reið yfir austurströnd Bandaríkjanna um klukkan sex í dag. Jarðskjálftinn reyndist vera 5.8 á richter og upptök hans voru á grunnu dýpi.

Samkvæmt fréttastofu CNBC og ABC þá er gamalt kjarnorkuver með tveimur kjarnarofnum í notkun í Virginíu. Ofnarnir hafa verið teknir úr sambandi eins og það er orðað. Fyrstu fregnir eru þó þær að jarðskjálftinn hafi ekki skaðað kjarnarofnanna.

Talsverð skelfing greip um sig á austurströndinni þegar skjálftinn reið yfir en náttúruhamfarir af þessari tegund eru nærri óþekkt á svæðinu.

Meðal annars var flug á JFK flugvellinum í New York stöðvað auk þess sem hluti af Hvíta húsinu var rýmt. Þá voru höfuðstöðvar Pentagon einnig rýmdar. Þúsundir manna eru á götum úti í borgunum þar sem jarðskjálftinn fannst.

Samgönguráðuneytið í Virginíu segja engar skemmdir á brúm eða jarðgöngum. Engin hætta er á flóðbylgju í kjölfar skjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×