Erlent

Strauss-Kahn segist hafa upplifað martröð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dominique Strauss-Kahn segir að undanfarnir mánuðir hafi verið martröð fyrir sig. Mynd/ AFP.
Dominique Strauss-Kahn segir að undanfarnir mánuðir hafi verið martröð fyrir sig. Mynd/ AFP.
Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að síðustu mánuðir hafi verið martröð fyrir sig og fjölskyldu sína og að hann hlakki mikið til að snúa heim til sín.

Dómari féllst í dag á þá kröfu saksóknara að fella niður málið gegn Strauss-Kahn en hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart hótelþernu á New York. Eftir að leið á rannsókn málsins kom í ljós að málflutningur hótelþernunnar var óljós og að málið yrði ekki líklegt til sakfellingar.

Lögfræðingur hótelþernurnar krafðist þess í dag að sérstakur saksóknari yrði settur til þess að rannsaka málið áfram en dómari hafnaði þeirri kröfu. Þeirri ákvörðun verður vísað til æðri dómstóls. Verði ákvörðun æðri dómstóls Strauss-Kahn í hag mun hann fá leyfi til að yfirgefa Bandaríkin og fara heim til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×