Erlent

Breskir hermenn aðstoða uppreisnarmenn

Uppreisnarmaður í Líbíu.
Uppreisnarmaður í Líbíu. Mynd/AFP
Uppreisnarmenn í Líbíu njóta leiðsagnar sérþjálfaðra breskra hermanna. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Nærveru þeirra er opinberlega vísað á bug af yfirvöldum.

Sem stendur eru herforingjar Atlantshafsbandalagsins (NATO) að skipuleggja það sem þeir vona að verði „síðasta árásin á liðsmenn Gaddafís". Nú allra síðustu stundir hefur staðið yfir „hernaðarlegt hlé" á sprengingum NATO, enda kom þeim hraði uppreisnarmanna á leið inn í Trípólí mjög á óvart. Hléið mun þó ekki standa lengi, árásir á hernaðarlega mikilvæg svæði í Trípólí gætu hafist aftur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×