Erlent

Irene nálgast Bahamaeyjar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Irene olli töluverðum usla í Dóminíska lýðveldinu. Mynd/ AFP.
Irene olli töluverðum usla í Dóminíska lýðveldinu. Mynd/ AFP.
Fellibylurinn Irene nálgast nú óðum eyjar í karabíska hafinu, þar á meðal Bahamaeyjar. Búist er við því að hann muni ná Bahamaeyjum í nótt, eftir því sem fram kemur á BBC. Vindstyrkur fellibylsins nær upp í allt að 160 kílómetrum á klukkustund. Irene hefur þegar farið yfir Púrtó Rikó og Dóminíska lýðveldið með miklum vindhviðum og úrhellisrigningu. Veðurfræðingar búast við því að fellibylurinn muni magnast enn meira og ná suðausturhluta Bandaríkjanna um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×